Skilaboð frá þjóðinni

Nú rífast menn um hvað felist eiginlega í kosningaúrslitunum. Hef aldrei skilið þessar línur um "skýr skilaboð þjóðarinnar". Skil þær ekki heldur núna. Hvernig geta það verið sérstök skilaboð frá þjóðinni að einhver eigi að vera í stjórn og einhver ekki þegar ekkert framboðið fær yfir helming atkvæða? Einu skýru skilaboðin eru þau að 36,6% þjóðarinnar vilja að Sjálfstæðisflokkurinn ráði, 26,8% þjóðarinnar vilja að Samfylkingin ráði, 14,3% vilja að VG taki við stjórnartaumunum, 11,7% eru á því að Framsókn sé best treystandi fyrir landinu, 7,2% þjóðarinnar vilja Frjálslynda í forsætisráðuneytið og 3,3% Íslandshreyfinguna. Svo mætti taka auðu atkvæðaseðlana og þá lækkar hlutfall "þjóðarinnar". Svo mætti líka líta á heimasetu sem afstöðu og þá er nú kominn ansi stór flokkur fólks sem vill ekkert af ofangreindu.

Eftir stendur kannski það eitt að rétt ríflega helmingur kjósenda vildi aðra ríkisstjórn en þá sem nú situr.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband