Samræmi, enn og aftur

Næst þegar lögreglan stöðvar mig fyrir meintan hraðakstur á þjóðveginum ætla ég að öskra af öllum lífs og sálar kröftum beint í andlitið á henni "Helvítis fasistasvín. Drullaðu þér í burtu gungan þín. Já, og taktu af þér hjálminn, auminginn þinn!" Og ef hún er með skjöld ætla ég að hoppa á hann. Sennilega kveður þá löggan þá kurteislega og biður mig vel að lifa.

Hvað eru aftur fá ár síðan nokkrir "öfgasinnar" lyftu í kyrru hljóði sínu spjöldum með falúngong áletrunum í mannþrönginni á Austurvelli á 17. júní? Það liðu allavega ekki margar vikur að fyrstu handtöku. Ónei. Lögreglan yfirbugaði "óeirðarseggina" gjörsamlega á svona fimm sekúndum.


« Síðasta færsla

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.